Tungufells

Faldbúningurinn

Upphafið

Það hafði lengi blundað í mér að sauma skautbúning en það hafði verið fjarlægur draumur.  Þegar ég var að þrífa Tungufellskirkju og undirbúa fyrir messu haustið 2013 fékk ég þá hugmynd að nota skreytingarnar á altarinu og umgjörð altaristöflunnar til að sauma á búning.  Þessa hugmynd viðraði ég svo við Hildi í Annríki í messunni.  Hún taldi að þetta gæti alveg passað inní þau módel sem eru í kringum íslenska þjóðbúninginn þar sem kirkjan er frá síðasta tímabili faldbúningsins.

Ég skráði mig á þriggja ára námskeið sem hófst í Annríki í janúar 2014. Umsjónarmaður þessa námskeiðs var Guðrún Hildur Rosenkjær í Annríki í Hafnarfirði.
Í fyrstu var erfitt að sjá fyrir sér hvernig verkefnið ætti að þróast, en með aukinni fræðslu og stuðningi frá Hildi þróaðist hugmyndin í það verkefni sem nú er lokið.

Munstið

Það munstur sem haft er að leiðarljósi við gerð þessa faldbúnings er teiknað upp eftir altarinu í Tungufellskirkju. Munstrið er að finna bæði á altarinu sjálfu og einnig á umgjörð altaristöflunnar og á altarisbríkinni. 

Tungufellskirkjan er byggð árið 1856 en myndirnar á altarinu eru taldar frá fyrri kirkju sem var reist 1831, en þær eru málaðar af Ófeigi Jónssyni frá Heiðarbæ í Þingvallasveit.

Pilsið

Pilsið er saumað úr svörtu ullarefni sem er meðal þykkt.  Það er samfella sem er brydduð með rauðu ullarefni.  Munstrið er saumað með blómstursaumi úr Zaphir ullargarni.  Pilsið er að hluta fóðrað með rósóttu skófóðri sem einnig er notað innaná pilsstrenginn.

Upphluturinn

Upphluturinn er saumaður úr rauðu ullarefni og bryddaður með grænu silki.  Hann er hefðbundinn 19. aldar upphlutur.  Hann er skreyttur með bláum flauelisborða og gylltri snúru að aftan en að framan eru baldýraðir borðar.  

Treyjan og kraginn

Treyjan er saumuð úr svörtu ullarefni með hefðbundnu sniði.  Hún er skreytt með flauelisskornum og perlusaumuðum borðum að framan,  undir flauelisskurðinum er blátt silki.  

Kraginn er flauelisskorinn og perlusaumaður með bláu silki í grunninn.  Hann er með sama munstri og skreytingin framan á treyjunni.

Keyptu bókina um Tungufells faldbúninginn

[et_pb_wc_title product=“1337″ _builder_version=“4.15″ _dynamic_attributes=“link_option_url“ _module_preset=“default“ header_text_align=“center“ link_option_url=“@ET-DC@eyJkeW5hbWljIjp0cnVlLCJjb250ZW50IjoicG9zdF9saW5rX3VybF9wcm9kdWN0Iiwic2V0dGluZ3MiOnsicG9zdF9pZCI6IjEzMzcifX0=@“ global_colors_info=“{}“][/et_pb_wc_title][et_pb_wc_images product=“1337″ _builder_version=“4.15″ _dynamic_attributes=“link_option_url“ _module_preset=“default“ custom_margin=“44px|80px||||“ custom_padding=“|||80px||“ link_option_url=“@ET-DC@eyJkeW5hbWljIjp0cnVlLCJjb250ZW50IjoicG9zdF9saW5rX3VybF9wcm9kdWN0Iiwic2V0dGluZ3MiOnsicG9zdF9pZCI6IjEzMzcifX0=@“ global_colors_info=“{}“][/et_pb_wc_images]