Fræðistund

Tungufellskirkja og faldbúningurinn

Fræðistund

Í Tungufellskirkju er hægt að bóka fyrirlestur um kirkjuna og íslenska þjóðbúninginn.  Fyrirlesturinn er um 20 til 30 mínútur en bókuð er ein klukkustund þar sem hægt er að skoða kirkjuna og þá búnininga sem til sýnis eru.  Fræðistund er bókuð eftir samkomulagi sjá hér neðar.

Farið er yfir sögu kirkjunnar og einnig er sagt frá Tungufellsbúninginum og tengingu hans við kirkjuna.  Til sýnis eru nýlega saumaður faldbúningur sem tengist kirkjunni á skemmtilegan máta og peysuföt sem eru um 150 ára gömul en þau átti langamma fyrirlesarans, einnig er til sýnis 20. aldar upphlutur í eigu heimasætunnar á bænum. Fyrirlesarinn klæðist 19. aldar upphlut á meðan á fræðistundinni stendur.

Fyrirlesturinn er í boði á íslensku eða ensku. Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er í kirkjunni og því er gott að bókið tíma fyrirfram, upplýsingar hér að neðan.

Fræðistund er tilvalin fyrir smærri hópa t.d. starfsmannaferðir, saumaklúbba og óvissuferðir. Ef um stóra hópa er að ræða þá er hægt að segja frá búningunum og kirkjunni í rútu viðkomandi hóps og verða þá búningarnir til sýnis inni í kirkjunni eftir fyrirlesturinn.

Bókin – Tungufells faldbúningurinn

Bókin – Tungufells faldbúningurinn fjallar í máli og myndum um gerð 19. aldar faldbúnings. Frá hugmynd að fullgerðum faldbúningi. Faldbúningurinn hefur skemmtilega tengingu við Tungufellskirkju í Hrunamannahreppi. 

Bókin inniheldur mikið af myndum og lýsingar eigandans af ferli og tilurð búningsins.

Bókin er 28 blaðsíður prentuð á fallegan ljósmyndapappír.

Nánari upplýsingar

Fræðistund

Verð:
  • Fullorðnir: kr. 1200,-
  • Börn 12 ára og yngri: frítt

Hafa samband

Opnunartími er eftir samkomulagi.

Netfang: ellajona@tungufell.net

GSM sími: 8936423

Facebook: https://www.facebook.com/themountainladysewing

Fjallafrúin

Heimilisfang

Tungufell 1A
846 Flúðir
Iceland

Upplýsingar

Netfang: ellajona@fjallafruin.is

Sími: (+354) 893 6423

Vefverslun: www.handverkstorg.is

 

Fylgdu mér á

VæruKær
VæruKær
  • Kúru koddi úr íslenskri ull beint af fjöllum
Hnoðri
  • Ungbarnahreiður