Kúrukoddi úr íslenskri ull beint af fjöllum.

Hugmyndin

VæruKær varð til út frá þörfinni á að sofa betur. Ég hef verið með brjósklos í nokkur ár og þessi hugmynd datt í hausinn á mér einn morguninn þegar ég kúrði með sæng mannsins míns.

Margir eru að kljást við bakverki eða verki í mjöðmum og þá gæti VæruKær hjálpað til við stuðning á þeim svæðum í svefni.

Lambið og Gemlingurinn eru styttri og gott að kúra með í fangi eða á milli fóta.

Lengri gerðirnar eða Ærin og Skjátan styðja einnig við axlir í svefni.

 

 

Sofðu vært með VæruKær

 • Umhverfisvænt

 • Temprar hita og kulda

 • Íslensk framleiðsla og hönnun

 • Íslenskt handverk

VæruKær fæst í tveimur týpum:

 • VæruKær samanstendur af fyllingum og einföldu ytra byrði utan um þær.
 • Forystu VæruKær er með vatterað ytra byrði og er mun stífari og heldur koddinn lögun sinni betur.

VæruKær fæst í fjórum stærðum:

 • Ær er 160 cm langur
 • Skjáta er 140 cm langur
 • Gemlingur er 110 cm langur
 • Lamb er 80 cm langur

VæruKær

VæruKær er handverk og er því sérsaumaður fyrir hvern og einn. Varan er í stöðugri þróun og getur því tekið breytingum og þá sérstaklega fyllingin.

Fyllingin í VæruKær er búin til úr íslenskri ull og getur því þófnað við notkun. Gott er að fríska koddann upp öðru hvoru.

Tvær grunn ullar fyllingar eru í VæruKær. Fyllingarnar eru í lokuðum taupoka og hægt að skipta þeim út fyrir nýjar eða taka úr til að þvo ytra byrðið.

Dindillinn er í hólfi í miðju koddans, hann gerir koddann aðeins þykkari. Hægt er að taka dindilinn úr ef koddinn þykir of þykkur.

Endurnýting

Ef þú af einhverjum ástæðum hættir að nota VæruKær þá er hægt að skila honum til endurnýtingar. Einnig er hægt að endurnýja ullar fyllingarnar og skila þeim gömlu sem verða endurnýttar og gefið nýtt líf.

Koddaverin utan um VæruKær eru öll saumuð úr 100% bómullarefni. Þau eru mjúk og þægileg viðkomu.
Úrval koddavera má finna í vefverslun Fjallafrúarinnar.

Öll efni sem notuð eru í VæruKær eru vottuð með Oeko-Tex vottun.

 

VæruKær

VæruKær fæst í fjórum lengdum.  Ærin og Skjátan eru lengri, þær er hægt að hafa milli fóta og kúra með þær í fanginu. Þá styðja þær einnig við axlir.  Lambið og Gemlingurinn eru styttri og gott að kúra með í fangi eða á milli fóta.

Forystu línan

Forystu línan er vatteruð með bambus vatti. Kúrukoddarnir í Forystu línunni halda lögun sinni og eru stífari en VæruKær.  Bambus er náttúrulegt efni og temprar hita og kulda eins og ullin.  Bambusinn í vattið er ræktaður í USA og vattið er flutt inn þaðan.

Koddaver

Koddaverin fyrir VæruKær eru öll úr 100% bómull, þau eru mjúk og þægileg.
Efnið sem notað er í koddaverin eru öll gæðavottuð með OEKO-TEX® STANDARD 100 og sum eru einnig vottuð með GOTS.

Gemlingur 110 cm

Værukær hjálpar mér að hafa rétta hæð á mjöðmum á nóttinni. Kemur ekki spenna upp í hrygginn. Einnig nýti ég hann undir hné sem er oft verkjað eftir daginn og næ að stilla það af til að sofa betur Svo má hafa hann við háls og bak við lestur.

Gemlingur 110 cm

VæruKær er fullkominn bólfélagi!

Viðkomandi var í 5 manna hóp sem fékk að prófa VæruKær

Gemlingur 110 cm

Dásamleg hjásvæfa sem gott er að faðma og best er að eiginmaðurinn er aldrei abbó….allavega sjaldnast 😉

Margrét Steinunn

Viðkomandi var í 5 manna hóp sem fékk að prófa VæruKær.

Fjallafrúin

Heimilisfang

Tungufell 1A
846 Flúðir
Iceland

Upplýsingar

Netfang: ellajona@fjallafruin.is

Sími: (+354) 893 6423

Vefverslun: www.handverkstorg.is

 

Fylgdu mér á

VæruKær
VæruKær
 • Kúru koddi úr íslenskri ull beint af fjöllum
Hnoðri
 • Ungbarnahreiður