Endurnýting
Umhverfisvænt og náttúrulegt.
Ef þú af einhverjum ástæðum hættir að nota VæruKær þá er hægt að skila honum til endurnýtingar. Einnig er hægt að endurnýja ullar fyllingarnar og skila þeim gömlu sem verða endurnýttar og gefið nýtt líf.
Koddaverin utan um VæruKær eru öll saumuð úr 100% bómullarefni. Þau eru mjúk og þægileg viðkomu.
Úrval koddavera má finna í vefverslun Fjallafrúarinnar.
Öll efni sem notuð eru í VæruKær eru vottuð með Oeko-Tex vottun.