Blog
Brúðartímabilið 2015
Það hefur verið nokkuð annasamt í sumar og hafa pantanir borist í meira mæli með skömmum fyrirvara. Það er bara gaman að geta komið til móts við verðandi brúðir með óskaslörið þó stutt sé í brúðkaupið en aðal vandamálið er þá yfirleitt að koma því til þeirra. Nokkrar brúðir hafa komið til mín í heimsókn til að skoða og máta slör, það hefur verið skemmtilegt að hitta þær og fá að taka þátt í ákvörðun um draumaslörið.
Slör með satínsnúru hefur komið sterkt inn þetta árið enda er það sígilt og glæsilegt. Það hefur borið mikið á einföldu slörunum en einnig hafa þessi tvöföldu verið vinsæl.
Takk fyrir
Ella Jóna