Brúðarslör tvöfalt m/ satínsnúru

12.900 kr.

Tvöfalt brúðarslör með satínsnúru er mjög tignarlegt og fallegt, snúrukanturinn gefur því mikinn svip.

Tvær standard síddir.

Í boði sem biðpöntun

  • *Brúðarslör pöntun

    Stöðluð sídd á slöri er pöntuð eftir valmöguleikunum hér fyrir neðan.

    Sérsaumað slör getur verið önnur sídd, kristallar í bugðum eða á einhvern hátt frábrugðið því sem valmöguleikarnir gefa kost á.


    Lýsing á sérsaum

    Ef þú hefur óskir um sérsaumað slör þá vinsamlegast settu lýsingu á því hér fyrir neðan.

    Einnig er hægt að hringja í mig í síma 853 5901


    *Litur á slöri

    Vinsamlegast veldu lit á brúðarslörið.



    Stöðluð sídd á tvöföldu slöri

    Vinsamlegast veldu sídd brúðarslörsins. Hér er um staðlaðar síddir að ræða, hægt er að fá slörin sérsaumuð í annarri sídd.


    Stöðluð sídd á einföldu slöri

    Vinsamlegast veldu sídd brúðarslörsins. Hér er um staðlaðar síddir að ræða, hægt er að fá slörin sérsaumuð í annarri sídd.


Vörunúmer: BR-10626 Flokkar: , Merkimiðar: , ,
Lýsing

Slörin eru öll sérsaumuð og því ekki til á lager, það getur tekið um 4-8 vikur að afgreiða slör.

Þau eru saumuð úr úrvals efni og er á því svolítill glans sem gerir þau mjög falleg og ólík innfluttum slörum.

Boðið er uppá þrjá liti en þeir eru:

Hvítur: fer einkar vel með hvítum kjólum.

Demantshvítur: hentar bæði með hvítum og ljóskremuðum kjólum.

Kremaður (ivory): hentar með kremuðum kjólum og koníakslitum kjólum.


Stutt slör eru í síddinni 65 cm (25″) til 90 cm (36″) og þau eru 185 cm eða 72″ breið.

Síð slör eru sérpöntun en þau eru frá því að vera 135 cm eða 54″  síð upp í  275 cm eða 108″ síð og 275 cm eða 108″ á breidd.

Nánar um sídd slöra:

Shoulder Length Veil  : 65 cm eða 25″
Elbow Veil  : 75 cm eða 30″
Petite Fingertip Veil : 90 cm eða 36″

Síð slör sérpöntun:

Waltz Veil : 135 cm eða 54″
Flor Length Veil : 175 cm eða 70″
Chapel Veil : 225 cm eða 88″
Cathedral Veil : 275 cm eða 108″

Umsagnir (0)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Brúðarslör tvöfalt m/ satínsnúru”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Um Brúðarslör.is
Brúðarslör.is býður uppá sérsaumuð brúðarslör. Slörin eru mjög falleg og tignarleg, þau fara vel með hvaða kjól sem er. Það er hægt að fá brúðarslörin með mörgum tegundum af köntum og kristöllum. Brúðarslör.is býður einnig uppá hringapúða. Hægt er að fá hringapúðana saumaða úr möttu satíni, en einnig endurnýtum við efni úr gömlum flíkum t.d. úr hör. Hægt er að fá margar gerðir af köntum á hringapúðana t.d. blúndukant eða perlukant.
Skilafrestur og sendingar

Sending og ábyrgð

Afhendingartími getur verið mismunandi þar sem vörur eru ekki alltaf til á lager. Leitast er við að afhendingartími sé ekki lengri en vika.

Fjallafrúin ber almennt enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Fjallafrúnni og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Endurgreiðsla og vöruskil

Skilafrestur á vörum Fjallafrúarinnar er eftirfarandi:

 

  • VæruKær 30 dagar frá afhendingu.
  • Aðrar vörur 10 dagar frá afhendingu.

Vörur eru aðeins endurgreiddar ef auðsjáanleg mistök hafa átt sér stað við afhendingu eða ef varan er sjáanlega gölluð.