
Fréttir og færslur
Þjóðbúningasvunta
Ella Jóna
Það eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga þegar maður saumar sér þjóðbúningasvuntu. T.d. stærð svuntunnar saman borið við pilsið og efnisval.
Fjallafrúin hefur saumað margar svuntur og fer eftir þessum viðmiðum í sínum saumaskap.
Að velja og kaupa efnið.
Það er hægt að nota alls konar efni í þjóðbúningasvuntur. Sumir vilja hrásilki og þá helst tartan (köflótt) aðrir vilja þunn flæðandi efni eins og chiffon eða crepe og svo er líka hægt að nota fallegar blúndur eða bómullarefni. Ef Fjallafrúin sér efni sem myndi henta í svunt er keyptur lítill bútur af því og notað í saumaskapinn. Sjá svuntuefni!
Efnis mál fara eftir stærð svuntunnar en efni að breidd 140 cm – 150 cm þarf rúmlega eina sídd eða 90 cm -110 cm og þá er stundum hægt að taka í strenginn af breidd efnisins. Stundum eru efni ekki nema 110 cm á breidd og þá þarf að gera ráð fyrir streng þegar lengd er ákveðin.
- Efnis mál, breidd 140 – 150 x 90-110, efni breidd 110 cm x 100 cm – 120 cm
- Kantur á svuntu:
- Skera eða klippa kantinn af efninu og strauja >1 cm kant á hliðar
- Sumar blúndur hafa tvöfaldan frágenginn kant og þá er hægt að nota hann óbreyttan
- Leggja niður við kanta í höndum, kantur verður um 5 mm á breidd. Sum efni er líka hægt að sauma í saumavél.
- Skera eða klippa kantinn af efninu og strauja >1 cm kant á hliðar
- Fellingar:
- Fella til hægri og þræða fellingar tvöfalda þræðingu
- Efni eins og Chiffon sem er mjög þunnt er hægt að rykkja
- Svuntan er ca 20 cm mjórri en pilsið
- Dæmi:
- Mitti 100 cm = svunta 80 cm
- Ca. 2 cm milli fellinga
- 40 -1 = 39 fallbotnar
- Efni 140 – 80 = 60 cm sem þarf að fella
- 60/39=1.538 cm
- Strengur
- Á þunnum efnum er gott að strauja flísilín í strenginn
- Á blúndum hef ég stundum sett þunnt samlitt fóður í strenginn til að gera hann sterkari
- Strengur er sniðinn 6 – 7 cm breiður og minnst 15 cm lengri en mittismál
- Strengur 30 – 35 cm lengri en breidd svuntunnar
- Þræða streng að ofan til að halda broti
- Þræða strenginn á og umþræða til að festa niður innra brotið á strengum
- Máta og taka sídd:
- Sídd 18-20 cm styttri en pils
- Strengur 30 – 35 cm lengri en svunta
- Faldur:
- Á þunnum efnum og blúndu er gott að hafa faldinn tvöfaldan ef hægt er til að fá burð í hann
- Á meðal þykkum efnum er hægt að hafa faldinn einfaldan
- í þykkum efnum getur verið gott að hafa þunnt samlitt fóður til að halda faldinum uppi
- Faldur ca 8 cm – 10 cm
- Strauja faldinn og leggja niður við hann
- Frágangur:
- Sauma streng á og leggja niður við að innan
- Strauja vel og máta
- Ég er hætt að setja tölur og hnappagöt og nota bara nælu til að festa svuntuna saman
Fleiri ráð
Fleiri saumaráð

Að klippa þráðrétt
Til að klippa efni þráðrétt sem getur verið gott í sumum tilfellum þá er gott að klippa aðeins inn í