Sérsaumur og sérmerkingar

Brúðarslör.is

Sérmerkingar og sérsaumur

Fjallafrúin sérsaumar og sérmerkir eftir óskum.

Helstu vörurnar sem eru sérsaumaðar eru síð brúðarslör og Mantilla slör sem eru kringlótt slör með blúndu.

Einnig er hægt að fá sérmerkta hringapúða með nafni brúðhjónanna og dagsetningu brúðkaups.

Til að sérpanta slör eða Mantilla vinsamlegast sendið tölvupóst á brudarslor@brudarslor.is eða hringið í síma 853 5901.

Sérsaumur

Mantilla

Mantilla er órykkt hringlaga slör oftast með blundukanti. Það er ættað frá Spáni eða spænskumælandi löndum og ber keim af arfleifð þeirra.

Til að gefa Mantilla meiri lyftingu er hægt það rykja það aðeins í miðju og svipar það þá til venjulegu tvöföldu slöranna en er síðara í köntunum.

 

Mantilla slör sérpöntun:

Þvermál : 185 cm eða 72″
Þvermál : 225 cm eða 88″
Þvermál : 275 cm eða 108″

Sérsaumur

Síð slör

Hægt er að sauma slörin í þeirri sídd sem þú óskar. 

Síð slör og slör sem eru í annarri sídd en staðlaðar stærðir eru sérpöntun, til viðmiðunar er hægt að sjá algengustu stærðirnar á stærri slörunum.

Síð slör eru venjulega 275 cm (108") á breidd.

Síð slör sérpöntun:

Waltz Veil : 135 cm eða 54″
Flor Length Veil : 175 cm eða 70″
Chapel Veil : 225 cm eða 88″
Cathedral Veil : 275 cm eða 108″

Karfa
Sign in

No account yet?

Start typing to see products you are looking for.
Verslun
Sidebar
0 Óskalisti
0 items Karfa
Aðgangurinn minn