Hæ hæ það er ekki mikið um að ég bloggi þar sem ég sit við tölvuna allan daginn og er að stússast í einhverju allt öðru.  En núna sá ég fram á að ég yrði nú að fara að láta ykkur vita af mér.

Byrjum á byrjuninni um síðustu helgi var vetrarfrí og var ég búin að plana alveg stórkostlega utanlandsferð en síðan kom babb í bátinn.  Ég átti víst að útskrifast úr KHÍ þessa helgi.  Þannig að börnunum var hent í pössun til ömmu og haldið var af stað í höfuðborgina.  Þegar þangað var komið á föstudagskvöldi eftir fjós fór ég á hótelið sem ég taldi mig vera búna að panta á og þar kom í ljós að engin  pöntun var á mínu nafni þar.  Ég var nú frekar stressuð þar sem ég ætlaði að fara í bíó með Svani að sjá Mýrina.  Nú konan í lobbýinu reddaði bara málinu eins og sannur íslendingur og við héldum af stað á Mýrina.  Þegar við komum til baka og fórum nú uppá herbergi þá bjóst ég nú bara við svona venjulegu litlu herbergi en viti menn, þarna var um svítu hótelsins að ræða og það var heillangt ferðalag að fara á klóið.  En jæja útskriftin tókst og nú er ég með Diplóma gráðu í Tölvu og upplýsingatækni (næsta skref við Master) og við héldum uppá það með því að fara niður í bæ og fórum á kaffihús, en þar komumst við að því að til að fá kaffi í miðborg Reykjavíkur þarf maður að tala ensku.  Um kvöldið fórum við á Lækjarbrekku að borða og fengum sko besta borðið á staðnum, svaka rómó.

Nú eftir vetrarfrí tók hversdagsleikinn við og vina og aftur vinna.  Ég var rosa bjartsýn í haust og skráði mig á ljósmyndanámsskeið, en það hefur farið eitthvað lítið fyrir ástundun á því.

Síðan í dag var töluvert áfall að mæta í vinnuna.  Það var búið að brjótast inn í Félagsheimilið og stela þar öllu steini léttara.  Tvær fartölvur skólans og einn skjávarpi var horfið ásamt einni fartölvu sem nýbúið var að kaupa fyrir Félagsheimilið og videóvél sem Mummi átti.  Fyrir utan allt þetta þá var búið að brjóta upp allar og þá meina ég allar hurðir í húsinu sem voru læstar og þær meira og minna skemmdar.  Löggan kom á staðinn og notaði fingrafararduft og allt.

En jæja þetta er nú það sem á dagana hefur drifið síðustu vikur, reyni kannski að vera duglegri að blogga í framtíðinni þar sem ég hef “ekkert” að gera eftir að ég útskrifaðist

Ég ætla að prófa núna að setja inn mynd úr myndasíðunni minni og síðan er líka tengill inná hana hérna á blogginu.