Fréttir

Vantar bara blússu og millur og þá er stelpan klár

E20150406_180536nn bætist í safnið en mér til mikillar undrunar þá er litla snúlla orðin svo stór að hún passar í gamla upphlutinn minn sem var saumaður á mig þegar ég var 6 ára.  Það er allavega lítið mál að þræða hann utan á hana.  Þá er bara að finna millur, húfu og sauma nýja blússu en ég man bara hvað það var vont að vera í þessari sem er til.  Svuntuna notum við náttúrulega áfram.

Við verðum nú flottar mæðgurnar á útskrift í ML í vor.

20150402_191156Annars gengur þetta vel ég á bara eftir blússuna mína í heimavinnunni og svo að sauma herkúlesarböndin á Maríönnu upphlut og þá er hann á sama stað og minn upphlutur.  Svunturnar fæðast hver af annarri og nú á ég eftir að falda þrjár þeirra en er búin að þræða upp faldinn á þeim öllum.
Næsti saumahittingur er svo 18. og 19. apríl og þá er bara að klára þetta allt saman 🙂 ohh hvað það verður spennandi.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *