Fjallafrúin

VæruKær

Hnoðri

Hnoðri ungbarnahreiður

Sérmerking

Hægt að fá Hnoðra sérmerktan með nafni barns.

Náttúruleg efni

Náttúruvæn efni og íslensk ull

Póstsending um allt land

VæruKær

Hnoðri

VæruKær Hnoðri er ungbarnahreiður sem hægt er að nota á fyrstu mánuðum barnsins.

Hreiðrið umvefur barnið þegar það hvílist.

Hægt er að fá Hnoðra í nokkrum litum, einnig er hægt að snúa hreiðrinu á hvorn veginn
sem maður vill.

Leiðbeiningar

Hnoðri – ullarfyllingin

Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig gott er að setja fyllinguna í Hnoðra eftir þvott.

Umhverfisvænn

Hnoðri

Hnoðri er saumaður úr umhverfisvænum efnum.  Hver Hnoðri er sérsaumaður og því hægt að gera hann persónulegan með nafni barns.

Hnoðri hefur mjúkan kant sem er fylltur með 100% íslenskri  ull.  Fyllingin er í lokuðum taupoka og hægt að taka hana úr til að þvo Hnoðra. 

Sérmerking 

Hægt er að fá Hnoðra sérmerktan með nafni barns.

Auðvelt að þvo

Taka þarf fyllinguna úr Hnoðra áður en hann er þveginn.  Auðvelt er að taka fyllinguna úr og setja í aftur.

Tvær hliðar

Hægt er að úthverfa Hnoðra og nota þannig báðar hliðar ef vill.

Hnoðri

Sjálfbærni og nýting höfð að leiðarljósi

Hnoðri er saumaður úr gæðavottuðum efnum og leitast er við að hafa einnig lífrænt ræktuð bómullar efni í Hnoðra.

 

Fyllingin í köntum Hnoðra er úr
100% íslenskri ull

Íslensk 100% ull

Hnoðri er fylltur með 100% íslenskri ull.  Ullin er þvegin og tætt þannig að hún hentar í fyllingu.

Vottuð efni OEKO-TEX 100

Öll efni sem notuð eru í Hnoðra eru vottuð með OEKO-TEX®. Þau eru því framleidd án eiturefna.

Lífrænt ræktuð bómull

Leitast er við að nota GOTS vottuð efni í Hnoðra, en þá eru lífrænt ræktuð hráefni notuð í bómullar efnið.

Quilters Dream 80/20 vatt

Hnoðri er vatteraður í botninn með bómullar og polyester vatti.  Vattið er silkimjúkt og andar vel. Það má einnig þvo.

Vinsamlegast lesið vel

Hvernig er best að nota Hnoðra

Hnoðri er hreiður með mjúkum kanti sem umlykur barnið þegar það liggur t.d. á gólfi.

Vinsamlegast lesið eftirfarandi leiðbeiningar vel.

Leggðu barnið alltaf á bakið í hreiðrið

Ekki nota hreiður þegar barnið getur velt sér

Leggðu hreiðrið aðeins á hart yfirborð

Barnahreiður á ekki að setja á mjúkt eða ójafnt yfirborð eins og rúm eða sófa, þar sem það getur aukið hættu á köfnun.

Ekki nota teppi eða kodda

Teppi, púðar eða leikföng geta hulið andlit barnsins og aukið hættu á köfnun

Notið hreiðrið samsett eins og það kom í upphafi

Varist að spottar séu sjáanlegir eða standi út úr hreiðrinu og passið að allar smellur séu vel smelltar

Börn eiga ekki að vera eftirlitslaus í hreiðrinu

Verið ávallt vakandi og til staðar þegar barnið er í hreiðrinu.

Ekki halda á hreiðrinu með barninu í

Hreiðrið er ekki burðarrúm og er ekki gert til að þola þunga barnsins eða halda á því með barninu í.

Vöggur eru gerðar til svefns, en ekki hreiður

Hreiðrið er ekki gert til að láta barnið sofa í nema stuttan lúr undir eftirlit.  Vöggur og rúm eru gerð til svefns í lengri tíma.

Fjallafrúin

Heimilisfang

Tungufell 1A
846 Flúðir
Iceland

Upplýsingar

Netfang: ellajona@fjallafruin.is

Sími: (+354) 893 6423

Vefverslun: www.handverkstorg.is

 

Fylgdu mér á

VæruKær
VæruKær
  • Kúru koddi úr íslenskri ull beint af fjöllum
Hnoðri
  • Ungbarnahreiður