Faldbúningurinn

Þjóðbúningakynning

20150110-P1106824.jpgÞá er 10. janúar liðinn og tókst bara svona ljómandi vel, ég var nú búin að vera smá kvíðin yfir að það myndi nú kannski enginn mæta á þjóðbúningakynninguna en það var nú eitthvað annað.  Hátt í 30 manns létu sjá sig þrátt fyrir fannfergi í sveitum og blakmót í höfuðborginni.

Námskeiðið er orðið bókað en það er nú kannski ennþá hægt að bæta við ef einhver vill koma á námskeið til að sauma upphlut.  Nú er ég að halda til London í næstu viku og hlakka til að storma niður á Regend street í himnaríkisbúðina sem þar er sögð vera (efnabúð).

Annars er búið að vera snjór og leiðinlegt veður, bara ófærð á köflum þannig að vetur konungur hefur rækilega látir á sér kræla.  Það hefur verið upp og ofan með akstur á Laugarvatn en yfirleitt er það nú kaflinn frá Tungufelli að Flúðum sem er hindrunin.  Annars er bara gott að vera ekki að vinna nema 3 daga á Laugarvatni og þann fjórða fyrir hádegi á Flúðum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *