Þá er námskeiðið byrjað og ég búin að fá tilsniðinn upphlut í hendurnar, heimavinnan að verða búin á bara eftir að sníða svuntuna og falda kanta.  Hann er svo fallega rauður.  Við náðum að fella pilsið í tímanum og þá er nú mikið búið.  Þetta er svo spannandi og mikið að læra en sumt er nokkuð eins og ég hef verið að gera.

Núna get ég sniðið upphlutinn hennar Maríönnu og þrætt saman ég ætla að sauma hann til hliðar við hinn þannig að ég geti varpað því yfir sem ég er að gera í mínum upphlut yfir á hennar.  Kannski læt ég svo stelpuna sauma sjálfa borðana og knipplingana aftaná.

Á morgun mánudag er annarleyfi sem er => saumadagur!