Faldbúningurinn, Fréttir

Sumt klárast og annað bætist í safnið

Síðustu dagar hafa verið bjartir og fallegir og hef ég notað þá til sauma.  Það er nokkuð ljóst að þetta páskafrí verður notað til göngutúra inn á milli saumaskapar og að dúllast með litlu snúllu.

Það var saumahittingur síðasta laugardag 28. mars í Annríki og þá freistaði ég þess að klára borðana.  Núna eru þeir búnir og koma þeir bara nokkuð vel út.  Ég er núna í raun með þrjá búninga undir, gamla upphlutinn minn sem ég var að víkka og ætla að sauma mér nýja svuntu og blússu við.  Upphlutinn hennar Maríönnu þar sem ég er að sauma upphlutinn samhliða mínum 19. aldar upphlut, nýja svuntu og breyta pilsinu hennar og sauma mér nýtt pils, svuntu og blússu með 19. aldar upphlutnum.

20150330_224701Ég er búin með eina svuntu, eitt pils, breyta Maríönnu pilsi, víkka upphlutinn minn gerði það reyndar í haust og laga gömlu blússuna mína fyrir Maríönnu.

Ég er svo að sauma 19. aldar upphlutinn minn og blússuna við hann.   Það sem bættist í safnið var að sauma þrjár svuntur og eina blússu þannig að það er víst eins gott að halda sér við efnið.

Það verður spennandi að sjá þetta allt saman en ég stefni á að setja saman faldbúningspilsið og upphlutinn á sýningu hjá eldri borgurum í lok apríl.  Þó svo að pilsið sé alls ekki búið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *