Faldbúningurinn

Sumarfrí

Nú er sumarfrí hafið fyrir nokkru og alltaf nóg að gera, ég er búin að hafa nóg að gera og alltaf leggst manni eitthvað nýtt til.  Þjóðhátíðardagurinn og Kvenréttindagurinn fóru fram á hátíðlegan máta, 17. júní var eytt á Flúðum og síðan um kvöldið var haldin útskriftarveisla.  Þann 19. júní fórum við mæðgur í Hafnarfjörðinn til að fagna með Annríki. Þar var þjóðbúningakynning og mikið skemmtilegt að taka þátt.  Auðvitað vorum við mæðgur uppábúnar báða þessa daga.

IMG_20150607_220531Útskrift af þjóðbúninganámskeiðinu var haldin í Bragganum 7. júní. Það var skemmtileg stund og síðan enduðum við í 1865 messu í Hruna uppáklæddar í þjóðbúninga.  Þetta var skemmtilegur dagur í alla staði og stemningin í messunni var sérstök en þar var fólk að miklu leiti klætt í íslenska þjóbúninginn.

Pilsið er komið uppá borð og er tekið í það svona öðru hvoru á milli atriða.  Þetta gengur allt nokkuð vel og ég vona að mér takist að klára að sauma í pilsið sjálft og geti eitthvað byrjað á svuntunni í sumar.  Svo er það flauelissaumur í borða og kraga næsta haust og treyjusaumur næsta vor.  OOhhh ég vona að mér takist að klára næsta vor en ég stefni að því.

Ekki fékk ég styrkinn til stofnunar á Fræðasetri en það kemur bara seinna. Við erum samt búin að stofna félagið og var stofnfundur þess 1. júní, ég er líka búin að búa til grunn að heimasíðu með léninu http://www.thjodbuningur.is/ Þar er stefnan sett á að setja inn fróðleik og skemmtilegt efni er varða íslenska búninga, skart og handverk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *