IMG_0431.JPGNú er kominn október og haustverkin hafin eða jafnvel hálfnuð.  Smalamennskur að mestu búnar en þó einhverjar eftirlegukindur inni í skógi.  Slátrun hafin og þá kallar það bara á eitt að koma matnum fyrir.  Fjárragið gekk frekar brösuglega fyrir sig hjá mér og fór ég frá því með skaddað hné og snúinn ökla, en það var nú samt á sama fætinum.

Saumaskapur heldur nú áfram, saumahittingur var á laugardaginn var og núna er ég að setja bryddingar á pilsið.  Ég er búin að sauma mér undirpils fyrir upphlutinn og byrjuð á bláa 19. aldar upphlutnum sem ég ætla að suma til að rifja upp taktana.

Námskeið í flauelisskurði er að byrja og ég er búin að fá leyfi til að vinna smá á saumastofunni hjá Hildi í Annríki svona til fylgjast með og læra þann dag sem námskeiðið er.  Það er gaman að fá að fylgjast með.IMG_0429.JPG

Við erum núna að undirbúa stofnun fræðafélags sem mun styðja við stofnun fræðasetra og viðburða fyrir íslenska búninginn.  Einnig er ætlunin að miðla þekkingu og þeim fróðleik sem til er um íslenska búnnginn, handverk honum tengdum og skartið.  Ég er búin að búa til heimasíðu www.thjodbuningur.is sem verður andlit og fræðasetur félagsins á netinu.