Í dag kom fyrsta haustlægðin og þá var upplagt að sitja við og sauma. Það var pirringur í yngsta meðliminum þar sem ekki var hægt að fara út að leika, en samt náði ég að sauma smá spotta og eins og mér var bent á þá er hvert spor sem saumað er spor í rétta átt. En allavega þá er þetta allt á réttri leið eftir smá hlé.