Síðasta vika fór í veikindi heimasætunnar og var því tilvalið að koma sér upp saumaaðstöðu í sjónvarpsherberginu og þá gat hún hvílt sig, horft á myndir og leikið sér og ég setið og saumað hjá henni. Þetta kom pilsinu svoldið á skrið þar sem það hefur setið á hakanum síðan í haust. Núna er ég búin að sauma til enda og búin að sauma alla pottana og megnið af greinunum. Þetta lítur bara vel út núna. Ég er núna að sauma sama skammt og er á svuntunni og er ég nokkuð búin að úthugsa hvernig ég ætla að sauma hana.
En næstu helgi er það bara upphluturinn og spennandi að sjá flotta silfrið mitt á honum.