Þá eru réttirnar liðnar og búið að hitta margar kindur og margt fólk. Þrátt fyrir að smalamennskur séu ekki búnar hér þá erum við búin að heimta rúmlega helminginn af kindunum hingað heim á tún, þetta er svosem orðið samkvæmt venju þar sem þær sækja yfirleitt heim í byrjun september. Smalamennskur eru um næstu helgi með tilheyrandi eldamennsku og önnum, en svo er það Ljubliana um miðjan október. Bara gaman.
Nokkur spor voru saumuð þrátt fyrir annir og nokkrar lykkjur prjónaðar í kjólnum sem skal klára fyrir jól. Námskeið í balderingu er á næsta leiti eða í október og þá byrjar annar þáttur saumaskapsins. Það er mikil tillhlökkun að sjá lokaútkomuna en það verður vonandi um það leiti sem litla Elín Helga verður 5 ára :-).
Fyrstu veikindi vetrarins hafa líka bankað uppá og sitjum við hér mæðgur og reynum að hrekja burt hálsbólgu og barkahósta. Sú stutta er ekki mjög veikindaleg sem stendur þannig að vonandi tókst að hrekja þetta í burtu.