Það er ekki sunnudagur í dag en tveir þeirra hafa liðið síðan síðasta færsla var rituð. En svona er haustið og skólabyrjun í algleymi. Lítið hefur verið snert á nálinni, en sunnudaginn 17. ágúst var messa í Tungufellskirkju og var þemað þjóðbúningar eins og í fyrra. Ég hafði pilsið til sýnis og gátu gestir skoðað það í návígi. Þetta var skemmtilegur dagur þar sem fjöldi fólks mætti bæði í þjóðbúning og ekki. Vonandi mun þetta komast á kortið sem árlegur viðburður.
Nú er tómlegt í kotinu og venjuleg rútína að verða til, þá kemur í ljós hvort tilraun mín til minni vinnu virki og ég geti sett saumaskapinn inn í venjubundin verk. Haustverkin framundan með réttum og smalamennskum, spennandi tímar.