2014-10-19 Slovenia 071Jæja eftir eina utanlandsferð og nokkur skipti á námskeiði þá er munstrið komið og búið að festa það á blað. Þannig er að ég er búin að veltast með ýmislegt í hausnum um hvernig borðarnir á upphlutnum ættu að líta út, en nú er það komið og bara eftir að lita.  Það verður spennandi að sjá útkomuna og svo er bara að láta sér hlakka til næsta verkefnis sem verður að sauma 19. aldar upphlutinn eftir áramót.2014-10-19 Slovenia 039
En af utanlandsferð þá var ferðin til Ljubljana mjög skemmtileg, margt að sjá og gott að borða. Frábært hótel og vel staðsett, mikið gengið og slakað á. Kastalar og dropasteinshellar skoðaðir og verslað smá. Semsagt bara góð ferð.
Sláturgerð var lokið af í dag en hún var af minni gerðinni þar sem ég bjó bara til eina hræru af lifrarpylsu í þyndar, keppi og gerfikeppi.
Ég tók upphlutinn hennar Mörtu á Kópsvatni og er að laga hann til fyrir Kristlaugu áður en hún útskrifast 19. desember, en það þarf líka að sauma nýtt pils og þá verður bara að hafa vinnuskipti þar sem hún passar litlu á meðan ég sauma.