Ja það er ekki hægt að segja annað en að náttúruöflin séu búin að vera okkur óhliðholl núna undanfarna daga.  Það er búið að vera snarvitlaust veður og núna bíðum við bara eftir snjónum og brjálaða bylnum sem á að koma á morgun.

Það er búið að vera margt að snúast núna undanfarna daga og má þar helst nefna að ég var með námskeið í meðferð ljósmynda í tölvu fyrir kvennfélagið hérna. Þegar ég var að undirbúa þetta námskeið þá rakst ég á www.picasaweb.google.com sem er alger snilld.  Miklu þægilegar en www.flickr.com.  Þessi vefur tengist Picasa 2  forritinu frá google sem gerir hlutina nokkuð einfalda.  Ég gat meira að segja kennt Mörtu vinkonu þetta sem er ekki sú tæknivæddasta í heimi.

Nú síðan var Svanur að sjá um Karlakvöld Karlakórs Hreppamanna og hjálpaði ég honum í eldhúsinu þá um kvöldið. Og svo var söngdagur hjá Kirkjukórnum í gær og messa hjá Maríönnu í dag.  Alltaf nóg að snúast.