Undanfarnar 5 vikur hef ég farið í Annríki að sauma á fimmtudögum, það hentar ágætlega þar sem ég er á flauelisskurðar námskeiði á fimmtudagskvöldum og þá fer ég bara með litluna í leikskólann og fer svo í bæinn. Ég annaðhvort er að hjálpa Hildi eða sauma eitthvað frá mér. Fimmtudaginn 15. okt fékk ég að máta pilsið með teyju og pappakraga. Það var æði, nú loksins sá ég heildarmyndina og mér líkaði alveg það sem ég sá. Pilsið alveg að verða búið og treyjan á næsta leiti. Flauelisskurðurinn kominn af stað og allt að gerast.
Þetta verður æði!