Jæja nú ætla ég að einsetja mér að skrifa meira á bloggið mitt. Ég er loksins búin að koma þessu þannig fyrir að ég er ánægð með þetta og nú er www.ellajona.net virkt.
Maður þreytist aldrei á því þessa dagana að tala um veðrið en það hefur verið frekar þurrt upp á síðkastið og það virðist sem regndansar og önnur ráð bregðist. En sennilegt er að þegar maður ætlar að fara að heyja þá byrjar að rigna. Við erum nú samt nánst hálfnuð að heyja en erum nú í pásu.
Eins og þið kannski sjáið á blogginu þá er ég búin að tvískipta því þannig að enskan er annarsstaðar og það gerir mér kleift að skrifa á sitthvort bloggið á íslensku og ensku. Gaman!!!
Nú er ég líka búin að búa til vefsíðugerðar þjónustu á www.blafell.net. Það er mikil þörf fyrir það og ég held að fólk hérna í sveitinni eigi eftir að nýta sér þetta. Ég býð uppá að búa til vefi í Joomla og WordPress sem er alger snilld.
Nú er ég að skoða hvernig þetta virkar allt saman en það er svo spennandi að prófa nýja hluti.