Hæ hæ hæ

Evrópa tók vel á móti okkur ferðalöngunum með 33 stiga hita og blíðu.  Við eyddum tveim dögum í að skoða okkur um í Friedrikshafen þar sem við lentum seint um kvöld með Iceland Express vélinni frá Íslandi.

Heitt heitt og gott að kæla sigSíðan tók við bílaleigubíll og akstur frá Konstanz í Þýskalandi til Waldegg í Sviss og gekk það alveg ótrúlega vel.  Það var mikið skoðað og gengið með Inda og Birgittu þann tíma sem við dvöldum hjá þeim.  Afmælisveisla og allt.

Á alveg ótrúlegan máta þá komumst við aftur til baka og skiluðum bílnum á réttum stað á heimleiðinni en við lentum í alveg ótrúlegri rigningu á leiðinni. Síðan hefur víst rignt á þessum slóðum.