Nú er heyskapur hafinn og er reyndar bara langt kominn líka, það er gott að komast út og raka saman öðru hvoru en það geri ég á fjósatíma til að það þurfi ekki að hætta að rúlla.  Annars hefur verið ágætur tími til að sinna ýmsum verkum og við Einar erum búin að merkja leiðina inní Svartárgljúfur og stefnum á að merkja allan hringinn fljótlega.  Þá vantar mig bara brú á Dalsá og þá er ágætis áfanga náð á Dalnum.  Annars er ég búin að laga heimasíðuna fyrir Tungufell og nú er líka komin Facebook síða 🙂 bara gaman.
Hrunamannahreppur stendur fyrir göngu á miðvikudagskvöldum og var gangan inná Dal fyrsta gangan 24. júní.  Það komu 54 í gönguna sem var mjög skemmtileg og gott veður.

150607_0130En að saumaskap, kaflaskil urðu í dag þegar ég kláraði svona næstum því (bara nokkrir fræhnútar eftir sem ég á eftir að rifja upp) pilsið góða.  Svuntan er komin uppá borð og er næst á dagskrá.  Þetta er bara gaman og ég vona að áætlun standist með að klára þetta næsta vetur.

Tignarleg er hún í nýja 19. aldar upphlutnum.  Það verður svooooo gaman þegar pilsið verður tilbúið og ég get mátað það við, ég er alveg að sjá þetta allt fyrir mér.

Ég á eftir að hafa eitthvað í höndunum í framtíðinni og ég stefni á að sauma allavega einn hvítan kirtil fyrir stelpurnar mínar, það verður sko útsaumur á honum og ég ætla að hafa satín efni í honum svona eins og ég nota í hringapúðana.  En treyjan og kraginn fyrst og svo peysufata peysa fyrir mig og og og …..