Nú er haustið komið af fullum þunga, búið að þreskja kornið, laufin að falla af trjánum og enn rignir hann. Senn líður að langþráðu fríi en það hefur ekki verið mikið um það undanfarið ár.
IMG_20140928_174242Í gær var saumahittingur og það blés lífi í saumaglæðurnar. Alltaf gaman að fara í Hafnarfjörðinn og finna eldmóðinn í henni Hildi í Annríki og hlusta á hana lýsa fögrum þjóðbúningum víða að af landinu. Maður hugsar alltaf já ég ætla að gera svona og svo svona búning, en svo brotlendir maður í draumaveröldinni og lendir í núinu aftur. Kannski eins gott að klára þennan sem er í gangi áður en maður finnur sér nýjan til að sauma. En þetta gengur nú bara vel og ég er farin að sjá í hinn endann á pilsinu. Nú er á næsta leiti, baldering og að sauma 19. aldar upphlutinn. Ég þarf að fara að huga að silfrinu en mig vantar silfur á upphlutinn og svo belti fyrir faldbúninginn. Myndin er í hausnum á mér og þið fáið að sjá hana síðar 🙂

IMG_20140928_174157