Ég fór á Þjóðminjasafnið í gær og sá þar marga dýrgripi, þar á meðal Faldbúning saumaðan af Guðrúnu í Annríki (Viðey) og Skautbúninginn sem Sigurlaug í Ási saumaði. Einnig var þar möttull sem hún saumaði og er alger dýrgripur. Ohh þetta var svo flott!
Ég vildi samt að ég hefði farið á sýninguna Silfur Íslands en hún er nýlega búin á safninu. En svona er þetta bara maður er alltaf að flýta sér þegar maður er í bænum en þarna fórum við saumaklúbbssystur á Þjóðminjasafnið og svo í leikhús eða svokallaða menningarferð allar saman. Þetta var mjög skemmtileg ferð í alla staði.