SnjórÉg hef nú ekki gerst svo djörf að strengja áramótaheit en maður hefur stundum hluti í huga svona þegar nýtt ár er að hefjast sem maður ætlar að framkvæma eða hafa í huga.

Núna t.d. langar mig að festa á blað það sem ég er með í hausnum til að sjá hversu miklu maður hefur áorkað að ári loknu.

  • hugsa um heilsuna (losna við bumbuna 🙂 )
  • halda áfram að gera það sem ég vil í saumaskap
  • ganga Leggjarbrjót eða aðra álíka göngu

Kannski á eftir að bætast á þennan lista en umfram allt að reyna að vera jákvæðari og bjartsýnni á framtíðina.