20141120_163907Sú stutta orðin þriggja ára og búið að halda afmælispartý, hún var nú svo eftir sig að nú liggur hún í hita.  Þessi þrjú ár með þessum litla gullmola hafa liðið ógnar hratt og ég á von á að næstu þrjú muni líða enn hraðar.

Síðasti tími á baldýringar námskeiði var síðasta miðvikudag og eru nú borðarnir tilbúnir til að sauma í. Ég er mjög spennt að vita hvernig þetta kemur til með að líta út en ég er svona nokkuð farin að sjá það fyrir mér.

Þá er að hrista eitt stykki pils fram úr erminni en Kristlaug er að fara að útskrifast og ætlar að vera í upphlutnum hennar mömmu sinnar.  Pilsið var of stutt þannig að þá er bara að sauma nýtt.

Svo er námskeið í þjóðbúningasaumi í uppsveitunum eftir áramót, hlakka til að læra nú loksins handtökin sem ég hef nú þó reynt að nota fram til þessa 🙂 þá kemur í ljóst hversu langt frá því „rétta“ ég hef verið.

Auglýsingu má sjá hér.