Mikið flóð er í Hvítá og flæðir nú vatn yfir brúna við Brúarhlöð og hefur veginum verið lokað þar. Einnig er búið að loka veginum að Auðsholti og er búist við flóði við Selfoss um kl. 17 í dag. Ég fór í kringum hádegi að taka myndir og má nálgast þær á myndavefnum mínum http://picasaweb.google.com/elitraus
Varla er munað eftir svo miklu vatnsrennsli við Brúarhlöð þar sem stöðugt rennsli er, en ekki hefur myndast klakastífla.
Unnið var að björgun hrossa í kringum Auðsholt og voru þar nokkur stóð í hættu. Í það minnsta 26 hross voru í mikilli hættu frá Unnarholtskoti og freistuðu menn þess að láta þau synda í land. Eins og myndir hér að neðan gefa til kynna tókst stórum hluta þeirra að synda í land en ekki er vitað á þessari stundu hvort tókst að koma þeim öllum að landi.
Tók bara fréttapistilinn minn frá Flúðir.is til að spara skrifin.